Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   sun 15. september 2019 17:53
Mist Rúnarsdóttir
Lilja Dögg: Þetta var algjör skita
Lilja Dögg skartar enn glóðurauga frá því í bikarúrslitunum og var ósátt með að KR-liðið hafi ekki mætt ákveðnara til leiks í dag
Lilja Dögg skartar enn glóðurauga frá því í bikarúrslitunum og var ósátt með að KR-liðið hafi ekki mætt ákveðnara til leiks í dag
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
„Þetta var bara algjör skita. Þetta var ömurlegt og við mættum eiginlega ekki til leiks. Við ætluðum að rífa okkur upp í hálfleik og gera eitthvað en það gerðist ekki heldur og Selfoss átti þetta bara skilið. Þær mættu og við gerðum það ekki,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir, fyrirliði KR, er hún var spurð út í 2-0 tapleikinn gegn Selfossi.

Lestu um leikinn: KR 0 -  2 Selfoss

KR-liðið var undir í baráttunni í leiknum en leikmenn liðsins höfðu margar hverjar beðið spenntar eftir öðru tækifæri til að mæta Selfoss eftir tap gegn liðinu í bikarúrslitum. Af hverju mættu KR-ingar ekki baráttuglaðari til leiks?

„Ég vildi að ég hefði svör við því, því ég get alveg sagt þér það að við erum búnar að bíða eftir þessum leik en einhverra hluta vegna náum við ekki upp okkar leik. Við vorum bara allar að spila undir pari,“ svaraði Lilja.

Það kom upp atvik í fyrri hálfleik þar sem KR-ingar vildu sjá rautt spjald fara á loft. Þá braut Brynja Valgeirsdóttir, varnarmaður Selfoss, á Guðmundu Brynju, sóknarmanni KR, sem var að sleppa í gegn. Við spurðum Liljju Dögg út í atvikið.

„Ég vildi fá rautt. Ég gat ekki betur séð en að hún væri aftasti varnarmaður að taka niður Gummu sem er að sleppa ein í gegn. Dómarinn vildi meina að það hefði verið varnarmaður í línu við þennan varnarmann. Ég á eftir að sjá það. Ég held ekki og vil trúa því að hann hafi gert mistök þar.“

Nánar er rætt við Lilju Dögg í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner