Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   sun 15. september 2019 17:53
Mist Rúnarsdóttir
Lilja Dögg: Þetta var algjör skita
Kvenaboltinn
Lilja Dögg skartar enn glóðurauga frá því í bikarúrslitunum og var ósátt með að KR-liðið hafi ekki mætt ákveðnara til leiks í dag
Lilja Dögg skartar enn glóðurauga frá því í bikarúrslitunum og var ósátt með að KR-liðið hafi ekki mætt ákveðnara til leiks í dag
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
„Þetta var bara algjör skita. Þetta var ömurlegt og við mættum eiginlega ekki til leiks. Við ætluðum að rífa okkur upp í hálfleik og gera eitthvað en það gerðist ekki heldur og Selfoss átti þetta bara skilið. Þær mættu og við gerðum það ekki,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir, fyrirliði KR, er hún var spurð út í 2-0 tapleikinn gegn Selfossi.

Lestu um leikinn: KR 0 -  2 Selfoss

KR-liðið var undir í baráttunni í leiknum en leikmenn liðsins höfðu margar hverjar beðið spenntar eftir öðru tækifæri til að mæta Selfoss eftir tap gegn liðinu í bikarúrslitum. Af hverju mættu KR-ingar ekki baráttuglaðari til leiks?

„Ég vildi að ég hefði svör við því, því ég get alveg sagt þér það að við erum búnar að bíða eftir þessum leik en einhverra hluta vegna náum við ekki upp okkar leik. Við vorum bara allar að spila undir pari,“ svaraði Lilja.

Það kom upp atvik í fyrri hálfleik þar sem KR-ingar vildu sjá rautt spjald fara á loft. Þá braut Brynja Valgeirsdóttir, varnarmaður Selfoss, á Guðmundu Brynju, sóknarmanni KR, sem var að sleppa í gegn. Við spurðum Liljju Dögg út í atvikið.

„Ég vildi fá rautt. Ég gat ekki betur séð en að hún væri aftasti varnarmaður að taka niður Gummu sem er að sleppa ein í gegn. Dómarinn vildi meina að það hefði verið varnarmaður í línu við þennan varnarmann. Ég á eftir að sjá það. Ég held ekki og vil trúa því að hann hafi gert mistök þar.“

Nánar er rætt við Lilju Dögg í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner