Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   sun 15. september 2019 17:53
Mist Rúnarsdóttir
Lilja Dögg: Þetta var algjör skita
Kvenaboltinn
Lilja Dögg skartar enn glóðurauga frá því í bikarúrslitunum og var ósátt með að KR-liðið hafi ekki mætt ákveðnara til leiks í dag
Lilja Dögg skartar enn glóðurauga frá því í bikarúrslitunum og var ósátt með að KR-liðið hafi ekki mætt ákveðnara til leiks í dag
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
„Þetta var bara algjör skita. Þetta var ömurlegt og við mættum eiginlega ekki til leiks. Við ætluðum að rífa okkur upp í hálfleik og gera eitthvað en það gerðist ekki heldur og Selfoss átti þetta bara skilið. Þær mættu og við gerðum það ekki,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir, fyrirliði KR, er hún var spurð út í 2-0 tapleikinn gegn Selfossi.

Lestu um leikinn: KR 0 -  2 Selfoss

KR-liðið var undir í baráttunni í leiknum en leikmenn liðsins höfðu margar hverjar beðið spenntar eftir öðru tækifæri til að mæta Selfoss eftir tap gegn liðinu í bikarúrslitum. Af hverju mættu KR-ingar ekki baráttuglaðari til leiks?

„Ég vildi að ég hefði svör við því, því ég get alveg sagt þér það að við erum búnar að bíða eftir þessum leik en einhverra hluta vegna náum við ekki upp okkar leik. Við vorum bara allar að spila undir pari,“ svaraði Lilja.

Það kom upp atvik í fyrri hálfleik þar sem KR-ingar vildu sjá rautt spjald fara á loft. Þá braut Brynja Valgeirsdóttir, varnarmaður Selfoss, á Guðmundu Brynju, sóknarmanni KR, sem var að sleppa í gegn. Við spurðum Liljju Dögg út í atvikið.

„Ég vildi fá rautt. Ég gat ekki betur séð en að hún væri aftasti varnarmaður að taka niður Gummu sem er að sleppa ein í gegn. Dómarinn vildi meina að það hefði verið varnarmaður í línu við þennan varnarmann. Ég á eftir að sjá það. Ég held ekki og vil trúa því að hann hafi gert mistök þar.“

Nánar er rætt við Lilju Dögg í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner