Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 15. september 2020 19:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Noregur: Íslendingarnir fjarri góðu gamni
Björn Bergmann var ekki með í dag.
Björn Bergmann var ekki með í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Noregur
Tromsö 0 - 1 Lilleström

Lilleström heimsótti í dag Tromsö í leik þar sem tvö Íslendingalið áttust við. Samtals þrír Íslendingar eru á mála hjá þessum liðum en enginn þeirra var í leikmannahópi liðanna. Liðin leika í Obos-ligaen, næstefstu deild í Noregi.

Adam Örn Arnarson er leikmaður Tromsö og var hann ekki í leikmannahópnum fjórða leikinn í röð.

Hjá Lilleström eru þeir Björn Bergmann Sigurðarson og Arnór Smárason. Björn Bergmann lék gegn Ranheim í síðustu viku en var ekki með í dag. Arnór hefur verið að glíma við erfið meiðsli og hefur ekki verið með það sem af er móti.

Í gær lék Arnar Thor Guðjónsson allan leikinn með Grorud í 2-2 jafntefli. Arnar er 21 árs varnarmaður.

Tromsö er í efsta sæti deildarinnar með 32 stig, Lilleström er í fjórða sætinu með 26 stig og Grorud er í 8. sætinu með 21 stig eftir fimmtán umferðir.

Aðrar deildir
Við þetta má bæta að í gær sneri Oskar Tor Sverrisson aftur í leikmannahóp Häcken eftir tæplega þriggja mánaða fjarveru. Häcken er i 2. sæti Allsvenskan eftir 19 umferðir.

Að lokum lék Theódór Elmar Bjarnason fyrstu 86 mínúturnar í jafntefli Akhisarspor gegn Tuzlaspor í næstefstu deild Tyrklands í gær. Viðureignin var liður í fyrstu umferð deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner