Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fim 15. september 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal og Liverpool misstu af Haaland
Erling Braut Haaland
Erling Braut Haaland
Mynd: EPA
Arsenal og Liverpool misstu af tækifærinu til að fá norska framherjann Erling Braut Haaland frá Molde fyrir nokkrum árum en þetta segir John Vik, fyrrum njósnari Molde, í samtali við Athletic.

Haaland er 22 ára gamall og hóf feril sinn hjá Bryne í Noregi áður en hann samdi við Molde.

Hann þótti einn efnilegasti leikmaður Noregs á þessum tíma og voru mörg stórlið að fylgjast með honum.

Arsenal og Liverpool voru meðal þeirra liða sem skoðuðu Haaland en afþökkuðu að fá hann.

Flestir þekkja sögu Haaland í dag en hann endaði á að fara til Salzburg í Austurríki áður en Borussia Dortmund keypti hann. Þar tók hann miklum framförum og varð að einum besta framherja heims. Manchester City keypti hann svo í sumar og hefur hann haldið áfram að raða inn mörkum þar.

„Liverpool gat fengið hann. Arsenal gat líka fengið hann. Allir voru mættir að fylgjast með honum en þessi félög sáu níu sem var hávaxinn og breiður og bjuggust var við að hann væri þessi 'target' senter. Ég get ekki fyrir mitt litla líf skilið hvernig þeir voru svona þröngsýnir varðandi hann," sagði Vik.
Athugasemdir
banner
banner
banner