Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Al-Orobah FC, í Sádi-Arabíu er kominn á blað í deildinni þar í landi. Hann skoraði laglegt mark sem má sjá neðst í fréttinni gegn Al Kholood.
Leikurinn fór 3-3 þar sem staðan var 1-1 í hálfleik. Jói kom sínum mönnum yfir í 2-1 þegar að nokkrar sekúndur voru liðnar af seinni hálfleiknum. Al Kholood-menn jöfnuðu leikinn úr vítaspyrnu alveg í restina.
Jóhann gekk í raðir Al-Orobah FC á dögunum hjá Burnley. Burnley féll úr ensku úrvalsdeildinni í fyrra en það var spurning hvor Jóhann myndi halda áfram með þeim á þessu tímabili.
Jói Berg er fyrirliði íslenska landsliðsins í dag en hann byrjaði bæði gegn Svartfjallalandi og Tyrklandi núna á dögunum.
Markið hans má sjá hér að neðan.
GOOOOAAAL ?? GUDMUNDSSON#??????_???????
— All About SPL ???? ???????? (@Saudifutbol) September 15, 2024
pic.twitter.com/xcRuFXtbVb