Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   sun 15. september 2024 17:37
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var bara barningur. Ég vissi ekki hvernig aðrir leikir fóru, þannig nú heyri ég frá þér, 4. sætið það er bara fínt að klára 22 leiki þar. Leikurinn var ekkert fallegur en við náðum að sigla þessu heim." Segir Rúnar Már Sigurjónsson leikmaður ÍA eftir að liðið hans vann 1-0 sigur á KA í dag.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  0 KA

Rúnar hefur verið mikið frá vegna meiðsla á þessu tímabili en er hetja liðsins í dag, í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í langan tíma.

„Ég hef ekkert verið með í sumar í rauninni og í vetur. Þetta er búið að vera mjög erfitt hjá mér, í góðu standi en bara meiðsli að plaga mig. Þannig að núna náði ég loksins að æfa í kannski tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli. Þannig að þá nær maður loksins að spila heilan leik og það er langt síðan ég gerði það. Gott að geta hjálpað liðinu."

Viktor Jónsson liðsfélagi Rúnars fór í viðtal hjá Stöð 2 Sport fyrr á tímabilinu þar sem hann talaði um að ÍA gæti barist um Evrópu sæti. Flestum fannst hann vera full bjartsýnn en raunin er sú þegar lítið er eftir af deildinni að ÍA er í harðri baráttu um þetta Evrópu sæti. 

„Við þurfum bara að fókusa á okkur. Það er fullt af liðum þarna fyrir ofan okkur sem eiga að vera að berjast um þennan titil og við erum næsta liðið. Ég held að það sé bara gott hugarfar í hópnum, það er það sem er að skila okkur í fjórða sætið. Að vera ekki að fara of mikið fram úr okkur, ekki of langt niður eftir slaka leiki. Þannig bara gott hugarfar og við erum tilbúnir að berjast, það er gamla klisjan."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner