Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 15. september 2024 17:37
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var bara barningur. Ég vissi ekki hvernig aðrir leikir fóru, þannig nú heyri ég frá þér, 4. sætið það er bara fínt að klára 22 leiki þar. Leikurinn var ekkert fallegur en við náðum að sigla þessu heim." Segir Rúnar Már Sigurjónsson leikmaður ÍA eftir að liðið hans vann 1-0 sigur á KA í dag.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  0 KA

Rúnar hefur verið mikið frá vegna meiðsla á þessu tímabili en er hetja liðsins í dag, í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í langan tíma.

„Ég hef ekkert verið með í sumar í rauninni og í vetur. Þetta er búið að vera mjög erfitt hjá mér, í góðu standi en bara meiðsli að plaga mig. Þannig að núna náði ég loksins að æfa í kannski tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli. Þannig að þá nær maður loksins að spila heilan leik og það er langt síðan ég gerði það. Gott að geta hjálpað liðinu."

Viktor Jónsson liðsfélagi Rúnars fór í viðtal hjá Stöð 2 Sport fyrr á tímabilinu þar sem hann talaði um að ÍA gæti barist um Evrópu sæti. Flestum fannst hann vera full bjartsýnn en raunin er sú þegar lítið er eftir af deildinni að ÍA er í harðri baráttu um þetta Evrópu sæti. 

„Við þurfum bara að fókusa á okkur. Það er fullt af liðum þarna fyrir ofan okkur sem eiga að vera að berjast um þennan titil og við erum næsta liðið. Ég held að það sé bara gott hugarfar í hópnum, það er það sem er að skila okkur í fjórða sætið. Að vera ekki að fara of mikið fram úr okkur, ekki of langt niður eftir slaka leiki. Þannig bara gott hugarfar og við erum tilbúnir að berjast, það er gamla klisjan."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir