Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
banner
   sun 15. september 2024 17:37
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var bara barningur. Ég vissi ekki hvernig aðrir leikir fóru, þannig nú heyri ég frá þér, 4. sætið það er bara fínt að klára 22 leiki þar. Leikurinn var ekkert fallegur en við náðum að sigla þessu heim." Segir Rúnar Már Sigurjónsson leikmaður ÍA eftir að liðið hans vann 1-0 sigur á KA í dag.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  0 KA

Rúnar hefur verið mikið frá vegna meiðsla á þessu tímabili en er hetja liðsins í dag, í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í langan tíma.

„Ég hef ekkert verið með í sumar í rauninni og í vetur. Þetta er búið að vera mjög erfitt hjá mér, í góðu standi en bara meiðsli að plaga mig. Þannig að núna náði ég loksins að æfa í kannski tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli. Þannig að þá nær maður loksins að spila heilan leik og það er langt síðan ég gerði það. Gott að geta hjálpað liðinu."

Viktor Jónsson liðsfélagi Rúnars fór í viðtal hjá Stöð 2 Sport fyrr á tímabilinu þar sem hann talaði um að ÍA gæti barist um Evrópu sæti. Flestum fannst hann vera full bjartsýnn en raunin er sú þegar lítið er eftir af deildinni að ÍA er í harðri baráttu um þetta Evrópu sæti. 

„Við þurfum bara að fókusa á okkur. Það er fullt af liðum þarna fyrir ofan okkur sem eiga að vera að berjast um þennan titil og við erum næsta liðið. Ég held að það sé bara gott hugarfar í hópnum, það er það sem er að skila okkur í fjórða sætið. Að vera ekki að fara of mikið fram úr okkur, ekki of langt niður eftir slaka leiki. Þannig bara gott hugarfar og við erum tilbúnir að berjast, það er gamla klisjan."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner