Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   sun 15. september 2024 17:37
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var bara barningur. Ég vissi ekki hvernig aðrir leikir fóru, þannig nú heyri ég frá þér, 4. sætið það er bara fínt að klára 22 leiki þar. Leikurinn var ekkert fallegur en við náðum að sigla þessu heim." Segir Rúnar Már Sigurjónsson leikmaður ÍA eftir að liðið hans vann 1-0 sigur á KA í dag.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  0 KA

Rúnar hefur verið mikið frá vegna meiðsla á þessu tímabili en er hetja liðsins í dag, í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í langan tíma.

„Ég hef ekkert verið með í sumar í rauninni og í vetur. Þetta er búið að vera mjög erfitt hjá mér, í góðu standi en bara meiðsli að plaga mig. Þannig að núna náði ég loksins að æfa í kannski tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli. Þannig að þá nær maður loksins að spila heilan leik og það er langt síðan ég gerði það. Gott að geta hjálpað liðinu."

Viktor Jónsson liðsfélagi Rúnars fór í viðtal hjá Stöð 2 Sport fyrr á tímabilinu þar sem hann talaði um að ÍA gæti barist um Evrópu sæti. Flestum fannst hann vera full bjartsýnn en raunin er sú þegar lítið er eftir af deildinni að ÍA er í harðri baráttu um þetta Evrópu sæti. 

„Við þurfum bara að fókusa á okkur. Það er fullt af liðum þarna fyrir ofan okkur sem eiga að vera að berjast um þennan titil og við erum næsta liðið. Ég held að það sé bara gott hugarfar í hópnum, það er það sem er að skila okkur í fjórða sætið. Að vera ekki að fara of mikið fram úr okkur, ekki of langt niður eftir slaka leiki. Þannig bara gott hugarfar og við erum tilbúnir að berjast, það er gamla klisjan."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner