De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   mán 15. október 2018 12:09
Elvar Geir Magnússon
Kristófer Ingi: Þægilegt að hafa mömmu að elda fyrir mig
Kristófer í leiknum gegn Norður-Írlandi.
Kristófer í leiknum gegn Norður-Írlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Íslenska U21-landsliðið mætir Spáni á Floridana-vellinum í Árbæ á morgun klukkan 16:45. Þetta er lokaleikur Íslands í undankeppni EM en ljóst er að strákarnir okkar eiga ekki möguleika á að komast áfram. Spánverjar hafa unnið riðilinn.

„Spánverjar eru með frábært lið og þetta verður skemmtilegur leikur. Það er alltaf gaman að keppa á móti bestu liðunum. Vonandi verður þetta góður leikur fyrir okkur," segir Kristófer Ingi Kristinsson, leikmaður U21-liðsins.

Kristófer spjallaði við Fótbolta.net á æfingu í morgun en hann spilar fyrir Willem II í hollensku úrvalsdeildinni. Hann hefur spilað tvo leiki í deildinni og er búinn að skora sitt fyrsta mark.

„Maður vill alltaf fleiri mínútur en það er erfitt þegar það eru góðir menn í liðinu. Þá þarf maður bara að vera þolinmóður. Ég þarf að sýna hvað ég get þegar ég fæ að spila."

„Maður bætir sig mikið í fótbolta þarna. Það er mikið lagt upp úr tækni og að spila boltanum. Það hentar mér mjög vel að vera þarna. Fjölskyldan er með mér úti og það er þægilegt fyrir mig, mamma eldar mat fyrir mig. Ég er mjög heppinn með fjölskylduna og gott að vera þarna."

Hann var svo beðinn um að lýsa sjálfum sér sem leikmanni, fyrir þá lesendur sem ekki þekkja til hans.

„Ég er góður á boltanum, hraður og góður að taka menn á," segir Kristófer en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan. Þar spáir hann meðal annars í leik Íslands og Sviss í kvöld!
Athugasemdir
banner