Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 15. október 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Arsenal vonast til að sóttkví Tierney verði stytt
Kieran Tierney er í sóttkví.
Kieran Tierney er í sóttkví.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vonast til að varnarmaðurinn Kieran Tierney geti spilað gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Tierney var settur í 14 daga sóttkví eftir að Stuart Armstrong, liðsfélagi hans í skoska landsliðinu, smitaðist af kórónuveirunni.

Arsenal vonast hins vegar að fá sérstakt leyfi til að stytta sóttkví Tierney.

„Þetta er mjög flókið þegar við sendum leikmenn úr landi og missum tökin. Sum yfirvöld eru með aðrar reglur en í ensku úrvalsdeildinni," sagði Arteta.

„Við erum í viðræðum og vonandi höfum við meiri fréttir í kvöld."

Sjá einnig:
Fyrsta æfing Partey með Arsenal í dag - Spilar hann á laugardag?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner