fim 15. október 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sauðárkrókur ekki bara körfuboltabær
Tindastóll fagnar marki.
Tindastóll fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Frá Sauðárkróki.
Frá Sauðárkróki.
Mynd: Tindastóll
„Sauðárkrókur er þekktur fyrir að vera körfuboltabær, en að mínu mati er Sauðárkrókur mikill íþróttabær," segir Guðni Þór Eiríksson, annar þjálfara Tindastóls, í samtali við Heimavöllinn.

Tindastóll mun næsta sumar spila í Pepsi Max-deild kvenna í fyrsta sinn eftir að hafa unnið Lengjudeildina í sumar.

Farið var yfir magnaðan árangur félagsins í síðasta þætti Heimavallarins. Mist Rúnarsdóttir ræddi við þjálfarana Guðna Þór og Jón Stefán Jónsson, og fyrirliðann Bryndísi Rut Haraldsdóttur.

Það er mikil stemning fyrir kvennaliði Tindastóls á Sauðárkróki og verður gaman að fylgjast með liðinu í Pepsi Max-deildinni næsta sumar.

„Svo lengi sem allar íþróttagreinar styðja hvor aðra þá er þetta frábært. Að Sauðárkrókur skuli eigi tvö lið í efstu deild í tveimur stærstu boltaíþróttunum, er rosalega stórt. Það eru allir rosalega stoltir af þessum tveimur liðum."

Það þarf að bæta aðstöðuna aðeins áður en keppni hefst í Pepsi Max-deildinni á næstu leiktíð.

„Það segir sjálft. Ég held að það séu 50 manns sem geta setið í sömu og hæð völlurinn er. Ég vona innilega að þeir byggi þó það sé ekki nema 250 manna tréstúku. Þetta er hannað sem æfingavöllur, en þetta er glæsilegt mannvirki engu að síður og frábær völlur. Gæðin eru mikil í (gervi)grasinu og innan vallar. Utan við þá þarft stúku og við þurfum að koma upp myndavélaraðstöðu fyrir beinar útsendingar og markaþættina."

„Við viljum gera þetta vel, þetta er í höndum sveitarfélagsins," sagði Jón Stefán.

Bryndís Rut, fyrirliði, starfar fyrir sveitarfélagið og hún segir að samræður séu í gangi um stúkubyggingu.

„Það var verið að ræða um að ég myndi bara hjálpa til við að setja upp þessa stúku. Það er byrjað að pæla í þessu. Það er verið að tala um 250-300 manna. Ég býst við að við verðum á gervigrasinu áfram," sagði Bryndís Rut.

Hlusta má á Heimavöllinn í heild sinni hér að neðan.
Heimavöllurinn: Unfinished business hjá þeirri bestu og fyrirliðinn ætlar að byggja stúku
Athugasemdir
banner
banner
banner