Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fim 15. október 2020 23:00
Victor Pálsson
Varar Alexander-Arnold við - Á ekki að breyta til
John Barnes, goðsögn Liverpool, vill ekki sjá Trent Alexander-Arnold færa sig úr bakverði á miðjuna eins og talað hefur verið um.

Alexander-Arnold er lykilmaður í bakverðinum hjá Liverpool en margir tala um að hans eiginleikar henti betur á miðjunni.

Barnes veit af hæfileikum leikmannsins en segir að það yrði vitleysa að breyta til á þessum tímapunkti.

„Trent-Alexander Arnold mun ekki komast á miðju Liverpool næstu tvö eða þrjú árin með leikmenn eins og Fabinho, Thiago og Georginio Wijnaldum í kringum sig," sagði Barnes.

„Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af framtíðarstöðu sinni hjá Liverpool því hann er bakvörður númer eitt næstu fjögur eða fimm árin hið minnsta."

„Hann er með marga eiginleika miðjumanns með þessar sendingar og fyrirgjafir en hann hentar Liverpool svo vel eins og er. Það væri heimskulegt af honum að hugsa um að spila annars staðar."
Athugasemdir
banner