Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 15. október 2021 15:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: 433.is 
Jón Þór segist ekki hafa farið í viðræður við annað félag
Lengjudeildin
Jón Þór
Jón Þór
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Jón Þór Hauksson verður áfram þjálfari Vestra. Frá þessu var greint fyrr í dag með tilkynningu frá Vestra.

Jón Þór ræddi við 433.is í dag og var hann spurður hvort hann hefði farið í viðræður við önnur félög. Jón Þór var sterklega orðaður við Stjörnuna.

„Ég átti ekki í neinum viðræðum við önnur lið, ég fékk margar fyrirspurnir en fór ekki í viðræður við annað lið. Það er búinn að vera langur aðdragandi að þessu. Við Sammi erum búnir að vera vinna að þessu í langan tíma og þá helst þeim hluta sem snýr að því að halda sama leikmannakjarna," sagði Jón Þór við Aron Guðmundsson á 433.is.

Samúel Samúelsson, meðstjórnandi í stjórn knattspyrnudeildar Vestra, ræddi einnig við Aron og sagðist vera gífurlega ánægður með að halda Jóni Þór fyrir vestan.

„Það er mér borin von að skilja að hann sé að fara þjálfa Vestra áfram. Ef ég hefði verið við stjórnina hjá félögum í efstu deild þá hefði ég stokkið á hann," sagði Sammi við 433.is.

Sjá einnig:
Jón Þór: Þetta er eins og að fara þrjátíu ár aftur í tímann

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner