Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   þri 15. október 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Þjóðadeildin í dag - Ronaldo og félagar í Skotlandi
Cristiano Ronaldo verður í Skotlandi
Cristiano Ronaldo verður í Skotlandi
Mynd: EPA
Í kvöld lýkur landsleikjaverkefni Evrópuþjóða fyrir október mánuð en fjórir leikir eru spilaðir í A-deild.

Pólland mætir Króatíu á meðan Skotland og Portúgal eigast við í Glasgow.

Portúgal er á toppnum í A-riðli með 9 stig en Króatía í öðru sæti með 6 stig. Pólland er með 3 stig og þá er Skotland án stiga á botninum.

Evrópumeistarar Spánverja mæta Serbíu á meðan Sviss spilar við Danmörku í D-riðli. Spánn er á toppnum með 7 stig, Danmörk í öðru með 6 stig og Serbía í þriðja sæti með 4 stig. Sviss er án stiga.

Leikir dagsins:

Þjóðadeildin A
18:45 Pólland - Króatía
18:45 Skotland - Portúgal
18:45 Spánn - Serbía
18:45 Sviss - Danmörk

Þjóðadeildin C
18:45 Kósóvó - Kýpur
18:45 Belarús - Lúxemborg
18:45 Norður Írland - Bulgaria
18:45 Litáen - Rúmenía
Athugasemdir
banner
banner