Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 15. nóvember 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
James Dale framlengir við Víking Ó.
James Dale í leik með Ólsurum síðasta sumar.
James Dale í leik með Ólsurum síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Enski miðjumaðurinn James Dale hefur gert nýjan samning við Víking Ólafsvík. Samningurinn gildir út næsta tímabil.

James, sem er 25 ára gamall, kom til Víkings Ó. í maí á þessu ári frá Njarðvík og þótti standa sig mjög vel.

Dale er uppalinn hjá Reading og Bristol Rovers en gekk til liðs við Forfar Athletic FC í Skotlandi árið 2013 og lék með liðinu í tvö tímabil.

Árið 2015 skipti hann yfir í Brechin City þar sem hann lék í þrjú tímabil og spilaði 80 leiki í Scottish League One og Scottish Championship (skoska C og B deildin).

Samtals hefur hann spilað tæplega 150 leiki í Skotlandi.

Jón Páll Pálmason mun stýra Ólsurum næsta sumar eftir að hafa tekið við liðinu af Ejub Purisevic.

Víkingur Ó. hafnaði í fjórða sæti Inkasso-deildinni síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner