Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 15. nóvember 2019 16:15
Magnús Már Einarsson
Ólíklegt að Callum Williams verði áfram hjá KA
Callum Williams.
Callum Williams.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólíklegt er að enski varnarmaðurinn Callum Williams verði áfram hjá KA eins og staðan er í dag. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, greinir frá þessu í KA Podcastinu en Callum er samningslaus.

Hinn 28 ára gamli Callum hefur spilað með KA undanfarin fimm ár en hann hefur skorað þrjú mörk í 97 deildar og bikarleikjum með liðinu.

„Callum er kominn í vinnu út í Bretlandi sem hann hefur verið að sækjast eftir. Hann er ólíklegur eins og staðan er í dag en við ætlum að taka samtal við hann í janúar," sagði Sævar í KA podcastinu.

Miðjumaðurinn reyndi Steinþór Freyr Þorsteinsson og framherjinn Sæþór Olgeirsson eru einnig samningslausir en viðræður er í gangi við þá um framlengingu.

„Við gerum vonir um að bæði Steinþór og Sæþór verði áfram í félaginu," sagði Sævar.

Varnarmaðurinn Torfi Tímoteus Gunnarsson er farinn aftur í Fjölni eftir að hafa verið í láni hjá KA í sumar. Ef Callum verður ekki áfram hjá KA þá gæti félagið reynt að fá nýjan varnarmann að sögn Sævars.

KA er í leit að nýjum aðstoðarþjálfara og Sævar greinir frá því í þættinum að viðræður séu í gangi við tvo aðila.


Athugasemdir
banner
banner
banner