sun 15. nóvember 2020 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mirror: Rooney er bráðabirgðastjóri Derby
Rooney hefur gert 7 mörk í 33 leikjum frá komu sinni til Derby County.
Rooney hefur gert 7 mörk í 33 leikjum frá komu sinni til Derby County.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney er tekinn við sem bráðabirgðastjóri Derby County þar til arftaki Phillip Cocu finnst. Mirror greinir frá þessu.

Cocu var látinn fara í gær en Derby hefur farið herfilega af stað undir hans stjórn á nýju tímabili og situr liðið í neðsta sæti Championship deildarinnar með 6 stig eftir 11 umferðir.

Rooney mun því stýra næsta leik Derby sem er gegn Bristol City á laugardaginn. Justin Walker, Shay Given og Liam Rosenior verða honum til aðstoðar, en Rooney hefur verið partur af þjálfarateymi Derby frá því að hann gekk í raðir félagsins í desember. Auk þess að vera þjálfari er Rooney einnig mikilvægur hlekkur í liðinu og verður áhugavert að fylgjast með hvernig og hvort hann muni nota sjálfan sig.

Mirror greinir frá því að Rooney sé bráðabrigðastjórinn en það sé ekki í myndinni að bjóða honum stjórastarfið, hann sé ekki talinn vera tilbúinn fyrir það.

Eddie Howe, John Terry, Roberto Di Matteo, Brian McDermott, Nigel Adkins og Nigel Pearson eru meðal þjálfara sem hafa verið orðaðir við starfið hjá Derby. Ekki er þó búist við að nýr stjóri verði ráðinn á næstunni þar sem beðið er eftir að eigendaskipti fari í gegn. Sheikh Khelid er að kaupa félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner