Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   sun 15. nóvember 2020 14:39
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu sigurmark Valdimars Þórs
Mynd: Getty Images
Íslenska U21 landsliðið vann frábæran sigur á Írlandi í dag. Staðan var 1-1 þar til í lokin og kom mikilvægt sigurmark Íslands undir lok uppbótartímans.

Valdimar Þór Ingimundarson skoraði á 93. mínútu eftir frábæran undirbúning. Kolbeinn Þórðarson vann boltann á hættulegum stað og kom honum á Alfons Sampsted sem tók hlaupið upp hægri vænginn.

Alfons sendi boltann svo lágt fyrir markið og þar gerði Brynjólfur Darri Willumsson frábærlega að stíga yfir knöttinn og leyfa honum að renna til Valdimars Þórs sem skoraði úr góðu færi.

Sigurmarkið má sjá hér fyrir neðan. Jöfnunarmark Íra er svo enn neðar, en þar er heppnismark á ferð.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner