sun 15. desember 2019 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Crouch gaf Benitez bókina um Mourinho í leynivinagjöf
Mynd: Getty Images
Peter Crouch er ákaflega skemmtilegur einstaklingur. Hann elskar að grínast og gerir oft hlægilega hluti.

Í gær var hann sérfræðingur hjá BT Sport og þar sagði hann frá leynivinagjöf sem hann gaf Rafa Benitez, þáverandi stjóra sínum hjá Liverpool, í leynivinaleik innan Liverpool ein jólin.

Crouch langaði að stríða Benitez aðeins og gaf honum bókina um Jose Mourinho, sem þá var stjóri Chelsea og mikill keppinautur Benitez.

Benitez og Mourinho elduðu reglulega grátt silfur saman og því var þetta ansi djarft hjá Crouch.

„Við vorum með leynivinaleik eitt árið. Ég gaf Benitez bókina um Mourinho," sagði Crouch í gær.

„Ég var á staðnum þegar hann opnaði gjöfina, það var skemmtileg stund. Chelsea var að vinna alla leiki á þeim tímapunkti og við vorum að elta. Ég sagði honum seinna að ég hefði gefið honum bókina. Hann sagðist hafa tekið þessari leyndu ábendingu frá mér alvarlega og las bókina."

Þá sagði Crouch einnig frá því að Xabi Alonso hefði gefið liðsfélaga sínum kanarífugl að gjöf. Það var vegna þess að Alonso hafði áhyggjur af félaganum, hann hafði aldrei séð félagann með 'fugli'.

Skemmtilegt skot þar sem á enskunni er oft talað um 'bird' sem stelpu.


Athugasemdir
banner
banner
banner