Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 15. desember 2019 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
VAR oftast breytt dómum Man Utd, Spurs og Brighton í vil - Chelsea og Norwich tapað mest á VAR
Mynd: Instagram
Í gærmorgun fyrir leiki gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni tók Mirror saman hvernig VAR hefði haft áhrif á hvert og eitt félag.

Liðin fengu +1 stig ef þau högnuðust á VAR dómnum en -1 ef dómur VAR var gegn liðinu.

Brighton, Tottenham og Manchester United eru öll með +3 í þessari tölfræði. Crystal Palace, Leicester og Southampton eru næstu lið með +2.

Í 7.-9. sæti eru Burnley, Liverpool og Newcastle (einungis einu sinni hefur VAR breytt dómi í leik hjá Newcastle og þá féll það með norðanmönnum).

Bournemouth og Watford eru á pari í 10.-11. sæti, svo eru í 12.-13. sæti Arsenal og Everton með -1.

Í 14.-18. sæti eru Aston Villa, Manchester City, Sheffield United og West Ham með -2 í þessari tölfræði. Þá reka lestina Chelsea og Norwich með -3 í þessari tölfræði.

Hægt er að sjá grein Mirror frá því í gærmorgun með því að smella hér.

Þetta ásamt fleiru var til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær. Hægt er að hlusta á umræðuna í spilaranum hér að neðan. Það skal aftur tekið fram að þessi tölfræði var tekin saman fyrir leiki gærdagsins.
LiVARpool og Meistaradeildardrátturinn
Athugasemdir
banner
banner