Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. desember 2022 10:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hafa spilað saman frá fjögurra ára aldri og deila nú vellinum í Noregi
Jónatan Ingi Jónsson.
Jónatan Ingi Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónatan Ingi Jónsson átti virkilega gott tímabil með Sogndal í norsku 1. deildinni.

Hann skoraði ellefu mörk í 23 leikjum og var einn af markahæstu leikmönnum deildarinnar.

„Hann átti frábært tímabil," segir Hörður Ingi Gunnarsson, liðsfélagi Jónatans í Sogndal, í samtali við Fótbolta.net.

Hörður og Jónatan hafa spilað lengi saman, en þeir léku upp yngri flokkana í FH og einnig með meistaraflokki félagsins. Nú spila þeir saman í Noregi.

„Ég hef spilað með honum síðan ég var fjögurra ára og ég hef alltaf vitað hvað hann getur. Það er gaman að sjá hann springa út. Það eru forréttindi að fá að deila með honum vellinum, algjör draumur."

Jónatan fór í Sogndal rétt fyrir síðasta tímabil hér á Íslandi og það hafði mikil áhrif fyrir FH-inga þar sem Jónatan var algjör lykilmaður fyrir Fimleikafélagið.

Sogndal rétt missti af sæti í umspili á síðustu leiktíð en hjá félaginu spila þrír Íslendingar; Hörður, Jónatan og Valdimar Þór Ingimundarson. Stefnan fyrir næstu leiktíð er auðvitað að fara upp í norsku úrvalsdeildina.
„Forréttindi að hafa haft tvær Chelsea goðsagnir sem þjálfara"
Athugasemdir
banner
banner
banner