Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 16. janúar 2020 17:30
Magnús Már Einarsson
Ashley Barnes ekki með Burnley næstu vikurnar
Mynd: Getty Images
Ashley Barnes, framherji Burnley, verður frá keppni næstu vikurnar þar sem hann þarf að fara í aðgerð vegna kviðslits.

Barnes hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur en hann missti af leiknum gegn Chelsea um síðustu helgi.

Barnes hefur skorað sex mörk í nítján leikjum í ensku úrvalsdeildinni í vetur og meiðsli hans eru áfall fyrir Burnley.

„Ég er ekki ánægður með að missa góða leikmenn en þetta gefur öðrum leikmönnum tækifæri á að koma inn og standa sig vel. Það er það sem við horfum í," sagði Sean Dyche, stjóri Burnley.

Burnley greindi ekki frá því hversu lengi Barnes verður frá en reikna má með að það verið tvær til fjórar vikur.
Athugasemdir
banner
banner
banner