banner
   fim 16. janúar 2020 02:11
Elvar Geir Magnússon
Fimm léku fyrsta landsleikinn gegn Kanada
Icelandair
Daníel Leó Grétarsson.
Daníel Leó Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimm leikmenn léku sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland þegar 1-0 sigur vannst gegn Kanada í vináttulandsleik sem fram fór í nótt.

Tveir nýliðar voru í byrjunarliðinu; Daníel Leó Grétarsson varnarmaður Álasunds og Blikinn Höskuldur Gunnlaugsson.

Á 73. mínútu kom Stefán Teitur Þórðarson, leikmaður ÍA, inn í sínum fyrsta A-landsleik en hann er U21 landsliðsmaður.

Bjarni Mark Duffield kom inn á 82. mínútu í sínum fyrsta landsleik. Bjarni átti mjög gott tímabil með Brage í sænsku B-deildinni í fyrra eftir að hann kom til félagsins frá KA. Þessi 24 ára leikmaður á engan yngri landsleik.

Þá kom Alfons Sampsted inn í lokin í sínum fyrsta A-landsleik. Þessi leikmaður Norrköping á fjölmarga yngri landsleiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner