Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 16. febrúar 2020 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Shaw um gagnrýnina: Það minnist enginn á Arsenal
Luke Shaw
Luke Shaw
Mynd: Getty Images
Luke Shaw, leikmaður Manchester United á Englandi, er ósáttur með umræðuna hjá ensku miðlunum og bendir á að liðið er að fá meiri gagnrýni en Arsenal.

United hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu liðsins undanfarið tímabil en liðið er í 9. sæti með 35 stig.

Shaw segir í viðtali við Mirror að hann sé með þykkan skráp en að umræðan sé ósanngjörn.

„Ég hef þurft að vera með þykkan skráp. Það er stundum auðvelt fyrir fólk að gleyma hvað ég hef gengið í gegnum," sagði Shaw.

„Maður verður að geta þolað neikvætt umtal þegar maður spilar fótbolta og sérstaklega þegar maður er hjá einu stærsta félagi heims. Það eru allir að fylgjast með og vilja hrauna yfir því þegar þú tapar."

„Fólk bíður bara eftir því að geta gagnrýnt mann um leið og eitthvað fer úrskeiði en það er partur af þessu. Ég ætla ekki að vanvirða Arsenal sem er frábær félag en liðið er ekki að eiga frábært tímabil og það er varla nefnt. Það er svolítið fyndið að allir gagnrýna United en enginn minnist á Arsenal,"
sagði Shaw ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner