Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 16. febrúar 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Lautaro að framlengja við Inter
Lautaro Martínez.
Lautaro Martínez.
Mynd: Getty Images
Tuttosport segir að argentínski sóknarmaðurinn Lautaro Martínez sé nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Inter til júní 2024.

Lautaro hefur verið orðaður við Barcelona og Manchester City en umboðsmenn hans hafa átt árangursríka fundi við forráðamenn Inter um nýjan samning.

Laun hans munu hækka úr 2,5 milljónum evra á ári í 4,5 milljónir samkvæmt ítölskum fjölmiðlum.

Lautaro er með samning við Inter til 2023 en með 111 milljóna evra riftunarákvæði. Í nýja samningnum verður ekkert riftunarákvæði.

Leikmaðurinn hefur skorað 43 mörk í 116 mótsleikjum fyrir Inter og þá er hann tíu marka maður í nítján landsleikjum fyrir Argentínu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner