Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 16. febrúar 2021 20:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi jafnaði met með rosalega fastri vítaspyrnu
Mynd: Getty Images
Lionel Messi setti nýtt met þegar hann kom Barcelona yfir gegn Paris Saint-Germain í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem nú stendur yfir.

Barcelona fékk vítaspyrnu eftir að brotið var á Frenkie de Jong innan teigs og fór Messi á vítapunktinn.

Messi skoraði af gríðarlegu öryggi en markið má sjá með því að smella hérna.

Messi jafnaði met með þessu marki sínu því hann er núna búinn að skora 17 tímabil í röð í Meistaradeildinni. Hann jafnar met Raul, fyrrum sóknarmanns Real Madrid.

Messi er 33 ára og hann mun klárlega bæta þetta met. Það er bara spurning hvort það verði með Barcelona eða einhverju öðru félagi. Messi verður samningslaus í sumar.

Staðan er 1-1 því Kylian Mbappe jafnaði metin fyrir PSG.


Athugasemdir
banner
banner
banner