Man Utd íhugar að gera 40 milljóna punda tilboð í Delap - Liverpool tilbúið að bjóða Nunez upp í Isak - Tottenham horfir til stjóra Bournemouth
banner
   sun 16. febrúar 2025 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Roberto Firmino orðaður við Arsenal
Mynd: EPA
Brasilíski framherjinn Roberto Firmino er orðaður við endurkomu í enska boltann þar sem Arsenal vantar framherja utan félagaskiptaglugga.

Arsenal þarf því að krækja í framherja á frjálsri sölu og eru ekki margir kostir sem koma til greina.

Firmino er samningsbundinn Al-Ahli í Sádi-Arabíu en gæti samið við félagið um starfslok til að skipta til Arsenal.

Firmino hefur verið afskráður úr leikmannahóp Al-Ahli í sádi-arabísku deildinni því félagið þurfti að skapa pláss fyrir Galeno sem félagið keypti frá Porto í janúar.

Firmino er 33 ára gamall og hefur gert 18 mörk í 59 leikjum með Al-Ahli. Á dvöl sinni hjá Liverpool skoraði hann 111 mörk í 362 leikjum, þar af komu 82 mörk í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner