Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. apríl 2019 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hennessey vissi ekki hvað nasistakveðja er
Wayne Hennessey.
Wayne Hennessey.
Mynd: Getty Images
Myndin umtalaða.
Myndin umtalaða.
Mynd: Twitter
Í skýrslu nefndarinnar sem rannsakaði mál Wayne Hennessey, markvarðar Crystal Palace, segir að hann hafi ekki vitað hvað nasistakveðja var.

Hennessey var hreinsaður af ásökunum fyrr í þessum mánuði um að hafa verið með nasistakveðju eftir bikarsigur gegn Grimsby.

Hennessey var myndaður í vafasömum stellingum en Max Meyer, liðsfélagi hans, birti myndina á Instagram.

Hennessey neitaði sök í málinu og sagði stellinguna hafa verið hreina tilviljun.

„Ég veifaði að þeim sem var að taka myndina og á sama tíma setti ég höndina yfir munnin á mér að því ég var að koma skilaboðum áleiðis og gerði þetta til þess að það sem ég var að segja myndi heyrast hærra," sagði Hennessey.

Nefndin sem rannsakaði málið segir að í yfirheyrslu hafi Hennessey sýnt mjög litla þekkingu þegar kemur að Hitler, nasisma og fasisma.

„Við teljum það líklegt að hr. Hennessey hafi verið, eins og hann segir, að reyna að ná athygli þjónsins," segir í skýrslu nefndarinnar sem fór með rannsókn málsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner