Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   þri 16. apríl 2019 18:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu frábært mark Olivers - „Fallbyssuskot af 40 metrum"
U21 lið Norrköping spilaði við Syrianska í dag.

Alfons Sampsted var í byrjunarliðinu og inn af bekknum kom Oliver Stefánsson.

Oliver er af Skaganum og var hann fyrirliði U17 landsliðsins sem komst á Evrópumótið á dögunum. Ísak Bergmann Jóhannesson, sem lék einnig með því liði og er einnig hjá Norrköping, lék ekki með í dag.

Oliver er aðeins 16 ára og hann gerði sér lítið fyrir og skoraði fallegt mark í leiknum í dag.

Á heimasíðu Norrköping er talað um „fallbyssuskot af 40 metrum."

Hér að neðan má sjá markið.



Athugasemdir
banner