Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fös 16. apríl 2021 14:00
Magnús Már Einarsson
Gerrard: Ég elskaði allt í kringum leikinn hjá Arsenal
„Ég elskaði allt í kringum leikinn," sagði Steven Gerrard, stjóri Rangers, í dag um 4-0 sigur Arsenal gegn Slavia Prag í Meistaradeildinni.

Slavia Prag sló Rangers út í 16-liða úrslitum en Ondrej Kudela, varnarmaður Slavia, var í vikunni dæmdur í tíu leikja bann fyrir kynþáttafordóma í garð Glen Kamara leikmanns Rangers.

Arsenal sýndi baráttunni gegn kynþáttafordómum stuðning með því að krjúpa á hné fyrir leik. Alexandre Lacazette, fyrirliði Arsenal, tók sér stöðu fyrir framan lið Slavia Prag.

„Ég elskaði frammistöðu Arsenal og hvernig þeir gerðu þetta. Ég hreifst af því hvað þeir gerðu fyrir leik, í leiknum og eftir leikinn. Ég er viss um að Glen gerði það líka," sagði Gerrard.

Athugasemdir
banner