Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   þri 16. apríl 2024 11:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
FH-ingar mjög þakklátir HK - Lofar að völlurinn verði klár 4. maí
Davíð Þór Viðarsson.
Davíð Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur FH og HK í 3. umferð Bestu deildarinnar átti að fara fram á Kaplakrikavelli næsta laugardag en heimaleikjum liðanna hefur verið víxlað og fer leikurinn því fram í Kórnum.

Leikurinn færist fram um rúmlega tvo klukkutíma og hefst klukkan 14:00 í stað þess að hefjast 16:15. Leikur KR og Fram hefst 16:15 og því er hægt að sjá báða leikina.

„HK-ingar voru tilbúnir að víxla og KSÍ gerði engar athugasemdir um það," sagði Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, við Fótbolta.net.

„Við erum mjög þakklátir HK-ingum að vera tilbúnir að víxla við okkur."

Fyrsti leikur á Kaplakrikavelli fer því ekki fram fyrr en í fyrsta lagi 4. maí þegar Vestri mætir í heimsókn. Verður völlurinn klár þá?

„Ég held að um leið að næturfrostið hættir þá taki völlurinn við sér. Vandamálið okkar stúkuhliðin, grasið þeim megin hefur ekki fengið nógu mikla sól og grasið því ekki náð að þiðna almennilega. Ég held að ég geti lofað þér því að þetta verður klárt 4. maí," sagði Davíð.

Leikur FH og Vestra er liður í 5. umferð deildarinnar.
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner