Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   þri 16. apríl 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Væri til í að sjá Pochettino taka við Liverpool
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: Getty Images
Glen Johnson, fyrrum leikmaður Chelsea og Liverpool, telur að Mauricio Pochettino sé áhugaverður kostur fyrir Liverpool í stjóraleit sinni.

Pochettino er í dag stjóri Chelsea og er að klára sitt fyrsta tímabil þar. Það er ekki hægt að segja að það hafi gengið vel en Chelsea er sem stendur í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Johnson telur þó að Pochettino yrði góður kostur fyrir Liverpool sem er að leita að nýjum stjóra þar sem Jurgen Klopp er að hætta í sumar.

„Ég veit að fólk mun halda að ég sé klikkaður, en Pochettino er stórt nafn sem gæti farið inn í þetta starf," sagði Johnson.

„Það sem hefur gerst hjá Chelsea er ekki honum að kenna. Þú verður ekki slæmur stjóri á einni nóttu og ef hann fengi hópinn hjá Liverpool, þá held ég að hann myndi gera vel á Anfield."

Ruben Amorim, stjóri Sporting í Portúgal, er í dag líklegastur til að taka við Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner