Newcastle er með 1-0 forystu gegn Crystal Palace í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.
Jacob Murphy skoraði markið eftir um stundafjórðung en það var af dýrari gerðinni.
Hann lét vaða úr mjög þröngu færi eftir sendingu frá Kieran Trippier og boltinn fór yfir Dean Henderson í marki Crystal Palace og upp í þaknetið.
Alan Shearer, goðsögn hjá Newcastle og markahæsti leikmaður í sögu deildarinnar, var að vonum gríðarlega ánægður með markið.
„Jacob Murphy hefur þegar átt tvær frábærar fyrirgjafir á Isak og nú skoraði hann stórkostlegt mark," skirfaði Shearer á X.
Sjáðu markið hér
Athugasemdir