Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   mið 16. apríl 2025 21:07
Anton Freyr Jónsson
Vigdís borin af velli á Hlíðarenda - „Því miður því hún var búin að vera frábær áður en hún meiðist"
Vigdís borin af velli í kvöld.
Vigdís borin af velli í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Núna í kvöld mættust Valur og FH í deild Bestu deild kvenna og endaði leikurinn með markalausu jafntefli.

Vigdís Edda Friðriksdóttir leikmaður FH lenti í því að þurfa vera borin af velli en um er að ræða meiðsli á hné eftir viðskipti sín við Helenu Ósk leikmann Vals.


„Vigdís Edda liggur hér niðri eftir að hún tæklaði boltann frá Helenu Ósk. Börurnar hafa verið kallaðar inn á völlinn og það virðist sem Vigdís sé að fara útaf," skrifaði Brynjar Óli í beinni textalýsingu frá Hlíðarenda.

Guðni Eiríksson þjálfari FH var spurður út í atvikið og segir að um sé að ræða hnémeiðsli og það veit aldrei á gott.

„Ég veit það ekki enþá., hún fer útaf á börum og er núna upp á spítala. Þetta er hnéð á henni og það veit ekki á gott, því miður því hún var búin að vera frábær áður en hún meiðist," sagði Guðni en FH fer upp í Úlfarsárdal og mætir nýliðum Fram í næstu umferð.


Guðni: Settum tóninn fyrir það sem koma skal hjá FH
Athugasemdir
banner
banner