Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 16. maí 2022 21:40
Brynjar Ingi Erluson
Arteta sár og svekktur - „Það er alltaf pínulítill möguleiki í fótbolta"
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var eðlilega vonsvikinn eftir 2-0 tap liðsins gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en úrslitin þýða það að Arsenal þarf kraftaverk til að komast í Meistaradeildina.

Newcastle skoraði tvívegis í síðari hálfleiknum. Ben White gerði sjálfsmark snemma í síðari hálfleiknum áður en Bruno Guimaraes gulltryggði sigurinn undir lokin.

Arsenal er tveimur stigum á eftir Tottenham fyrir lokaumferðina en liðið þarf að treysta á að Tottenham tapi fyrir Norwich og þá þarf Arsenal að vinna Everton.

„Newcastle átti skilið að vinna þennan leik og voru miklu betri en við. Við áttum ekkert í þessum leik. Þeir voru betri á öllum sviðum og við vorum slakir á boltanum. Það er margt sem gerðist í þessum leik eins og skiptingar vegna meiðsla en það er engin afsökun því þeir voru betri en við."

„Það er satt að við gátum ekki höndlað það að spila hérna. Við reyndum að breyta nokkrum hlutum en það gerði hlutina ekki betri. Við áttum augnablik þar sem það leit út fyrir að við værum betri en þegar það kom að því að framkvæma hlutina þá vorum við slakir og mörkin sem við gáfum þeim voru léleg."

„Þetta eru þvílík vonbrigði að Newcastle hafi verið tíu sinnum betri en við og að frammistaðan hafi ekki verið nálægt því stigi sem við þurfum að vera á til að spila í Meistaradeildinni."

„Ég er ótrúlega vonsvikinn. Þetta var sársaukafullt. Þetta var í okkar höndum en það er ekki þannig lengur. Við þurfum að vinna Everton og sjá hvort Norwich vinnur Spurs. Það er alltaf pínulítill möguleiki í fótbolta,"
sagði Arteta í lokin.
Athugasemdir
banner
banner