Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. júní 2022 21:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Þróttarar á rosalegri siglingu - Reynir enn án stiga
Sam Hewson.
Sam Hewson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reynir S. 0 - 1 Þróttur R.
0-1 Sam Hewson

Þróttur Reykjavík fór með sigur af hólmi gegn Reyni Sandgerði í eina leik kvöldsins í 2. deild karla.

Það var Englendingurinn Sam Hewson - sem lék eitt sinn fyrir Manchester United - sem gerði eina markið í leiknum sem fór fram í Sandgerði.

Lokatölur 0-1 og sterkur sigur gestana úr Laugardalnum staðreynd að þessu sinni.

Þróttarar hafa ekki tapað síðan þeir fengu skell gegn Njarðvík í fyrstu umferð; þeir eru búnir að vinna fimm af síðustu sex leikjum sínum og eru í þriðja sæti með 16 stig. Reynir aftur á móti er án stiga eftir sjö leiki og er útlitið ekki gott þar.
Athugasemdir
banner
banner