Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   sun 16. júní 2024 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bayern og Leipzig vilja fá Xavi Simons á lánssamningi
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Hollenska ungstirnið Xavi Simons er samningsbundinn franska stórveldinu Paris Saint-Germain næstu þrjú árin.

Simons er 21 árs gamall og leikur sem sóknartengiliður að upplagi en getur einnig spilað á báðum köntunum.

Búist er við að hann verði lánaður burt frá PSG í sumar en hann átti mjög gott tímabil á láni hjá RB Leipzig á síðustu leiktíð.

Leipzig vill fá Simons til sín á ný en getur átt von á mikilli samkeppni, þar sem þýska stórveldið FC Bayern er einnig sagt vera áhugasamt.

Bayern og Leipzig vilja ólm semja við Simons, sem ætlaði upprunalega að taka ákvörðun um framtíð sína fyrir upphafsflautið á EM en hefur núna ákveðið að bíða með það þar til eftir mót.

PSG vill ekki selja Simons þar sem félagið telur hann geta verið gríðarlega mikilvægan leikmann fyrir framtíðina. Frakklandsmeistararnir eru þó reiðubúnir til að lána hann út svo hann geti öðlast meiri spiltíma í hæsta gæðaflokki áður en hann snýr aftur til að berjast um byrjunarliðssæti í París sumarið 2025.

Simons á 14 leiki að baki fyrir Holland og er í lokahópnum á EM þrátt fyrir ungan aldur. Hann spilaði 22 leiki fyrir yngri landsliðin áður en hann tók stökkið.
Athugasemdir
banner
banner