Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   sun 16. júní 2024 15:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Weghorst kom sá og sigraði
Mynd: EPA

Wout Weghorst var hetja hollenska liðsins þegar liðið vann nauman sigur á Póllandi í fyrsta leik C-riðils á EM í Þýskalandi í dag.


Hollendingar voru með yfirhöndina lengst af í leiknum. Pólverjar komust hins vegar yfir þegar Adam Buksa skoraði með skalla eftir hornspyrnu.

Cody Gakpo jafnaði metin þegar skot hans fór af varnarmanni og þaðan í netið.

Hollendingum tókst lítið að ógna Wojiech Szczesny en Weghorst kom inn á undir lokin og skoraði rúmum tveimur mínútum eftir það með sinni fyrstu snertingu. Sjáðu allt það helsta úr leiknum hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner