Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 16. júlí 2020 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Áhugi Chelsea kemur Simeone ekki á óvart
Chelsea hefur augastað á Jan Oblak sem ver mark Atletico Madrid. Þetta kemur Diego Simeone, stjóra Atleti, ekki á óvart.

„Þett kemur mér ekki á óvart því undir lok hverrar leikur eru allir okkar mikilvægustu menn á ratsjám stærstu félaga heims," sagði Simeone.

Oblak, sem er 27 ára gamall, hefur verið orðaður við Chelsea að undanförnu. Óvissa ríkir um hvort Frank Lampard sé 100% sáttur með Kepa Arrizabalaga, núverandi aðalmarkvörð Chelsea.

„Mér finnst eðlilegt að félögin skoði bestu leikmennina og við erum með marga góða. Á undanförnum tímabilium hafa sumir farið en sumið verið áfram. Ég skil vel áhugann á Oblak."

„Hann er fyrirliði okkar og hefur verið mjög mikilvægur undanfarnar leiktíðr. Ég vona að hann haldi áfram hjá okkur því hann er mjög mikilvægur okkur,"
bætti Simeone við.
Athugasemdir
banner