banner
   fös 16. júlí 2021 16:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
FH skoðar að kalla Morten Beck til baka - Hafa áhuga á Arnóri Borg
Morten Beck í leik með FH í fyrra.
Morten Beck í leik með FH í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sagan segir að þrjú lið, Breiðablik, FH og Víkingur ætli sér að reyna fá Arnór í sínar raðir.
Sagan segir að þrjú lið, Breiðablik, FH og Víkingur ætli sér að reyna fá Arnór í sínar raðir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hafa heyrst sögur af því að Morten Back Andersen sé á leiðinni aftur í FH og kæmi þá til baka úr láni frá ÍA þar sem hann hefur verið fyrri hluta tímabilsins.

„Það er verið að skoða það mál núna, svo sem ekkert klárt í því," sagði Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, við Fótbolta.net í dag.

„Við þurfum að líta á það að við erum að fara í ansi þétt prógram núna á næstu vikum þar sem spilað er tvisvar í viku. Við þurfum að vera með breiðari hóp og Morten er samningsbundinn okkur."

„Hann var ekki búinn að spila mikið þegar við lánuðum hann í Skagann, búinn að vera eitthvað meiddur og var svo fyrir aftan Matta í goggunarröðinni. Það var fínt að fór upp á Skaga og fékk að spila. Hann er í ágætis leikformi núna og við erum að skoða möguleikann á að taka hann til baka og fá hann inn til að hjálpa okkur í þessum seinni hluta Íslandsmótsins,"
sagði Davíð.

Er einhver annar leikmaður á leiðinni?

„Nei, það er ekkert annað eins og staðan er núna. Við höfum verið opnir með það að við erum að líta í kringum okkur og munum örugglega gera það þar til glugginn lokar."

Finnst Arnór frábær leikmaður
Það hafa heyrst sögur að þið séuð að reyna að fá Arnór Borg Guðjohnsen frá Fylki. Hann rennur út á samningi eftir tímabilið, er eitthvað til í því?

„Já, við höfum áhuga á Arnóri Borg, það er ekki spurning. Mér finnst hann frábær leikmaður og gæti klárlega hjálpað okkur. Það er samt ekki á neinu öðru stigi en það að við höfum áhuga á honum. Það er ekki komið neitt lengra en það," sagði Davíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner