Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   þri 16. júlí 2024 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Al-Ittihad býður rúmlega 50 milljónir fyrir Moussa Diaby
Mynd: Aston Villa
Al-Ittihad vill kaupa franska kantmanninn Moussa Diaby frá Aston Villa og hefur hafið viðræður við enska úrvalsdeildarfélagið.

Al-Ittihad bauð rúmlega 50 milljónir evra fyrir Diaby, sem gekk til liðs við Aston Villa fyrir einu ári síðan og kostaði þá svipaða upphæð.

Diaby er hægri kantmaður að upplagi en getur einnig spilað á vinstri kanti eða sem sóknartengiliður. Hann er snöggur, leikinn með boltann og með góðan skotfót og kom með beinum hætti að 19 mörkum í 54 leikjum á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Unai Emery.

Diaby er sagður hafa áhuga á að skipta til Sádi-Arabíu og gæti Aston Villa verið reiðubúið til að selja leikmanninn fyrir rétt verð, sem er talið vera á milli 60 og 70 milljónir evra.

Diaby er 25 ára gamall og var lykilmaður í liði Bayer Leverkusen áður en hann var seldur til Villa í fyrra. Hann á ellefu A-landsleiki að baki fyrir Frakkland eftir að hafa verið algjör lykilmaður upp unglingalandsliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner