Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Mikael Anderson: Alvöru íslensk frammistaða
Hákon Rafn: Minn fyrsti leikur á þessum velli
„Kannski sjáum við Gylfa aftur á Englandi"
Andri Fannar: Erum eitt stórt lið
Kristall: Hefur alltaf liðið vel að spila hérna
Daníel: Allt annað en að vinna önnur lönd
Ólafur Ingi: Getur farið með bros á vör til Danmerkur
Leikdagurinn – Viktor Jónsson
   þri 16. júlí 2024 21:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katowice
Fannst misskilningurinn fyndinn - „Aldrei rétt þegar ég er þjálfarinn"
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Þorvaldur Ingimundarson, starfsmaður KSÍ.
Þorvaldur Ingimundarson, starfsmaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er mjög sáttur við margt í þessum leik. Að klára þennan leik var lykilatriði. Við gerðum okkur grein fyrir því að það kæmi smá spennufall með því að vinna Þýskaland en mér fannst við höndla þetta með fagmennsku," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 0-1 útisigur gegn Póllandi í síðasta leiknum í undankeppni EM 2025.

Lestu um leikinn: Pólland 0 -  1 Ísland

„Þessi leikur skipti okkur alltaf máli. Við vorum að berjast fyrir því að vera sem hæst 'rönkuð' í öllu því sem við erum að gera. Það tókst bara í dag."

Ísland endar í öðru sæti í riðli sínum í undankeppninni en liðið náði í 13 stig í sex leikjum. Stelpurnar hefðu unnið riðilinn ef Þýskaland hefði ekki unnið Austurríki á sama tíma.

„VIð vorum ekkert að fylgjast með þeim leik. Við bjuggumst alltaf við því (að Þýskaland) myndi vinna og við vorum bara að einbeita okkur að okkur sjálfum. Þetta snerist bara um að vinna þennan leik og ef eitthvað gott myndi gerast í Þýskalandi, þá hefðum við tekið því fagnandi."

„Það eru góð lið sem enda í þriðja sæti í þessum riðlum. Þetta eru hörkulið sem við hefðum getað lent á móti í þessum umspili. Að losna við það er frábært. Það var markmiðið og það tókst. Við erum glöð með það."

Steini var spurður út í skemmtilegan misskilning hjá pólska sjónvarpsfólkinu í kvöld. Þau héldu að Þorvaldur Ingimundarson væri þjálfari Íslands og beindu ítrekað myndavélunum að honum.

„Ég held að hann hafi verið bara best klæddi maðurinn á bekknum. Þau héldu að best klæddi maðurinn væri þjálfarinn sem er aldrei rétt þegar ég er þjálfarinn," sagði Steini og brosti, en þarf hann að rífa sig í gang í klæðaburðinum?

„Greinilega. Maður þarf að vera í skyrtu, jakka og flottur. Það er gaman að þessu, mér fannst þetta mjög skemmtilegt. Hann var reyndar langt til hliðar og ég skildi alveg hvernig þau gátu ruglast á þessu. Þetta er bara frábært móment raunverulega."

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan þar sem Steini ræður um næstu mánuði hjá landsliðinu og EM næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner