Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   þri 16. júlí 2024 21:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katowice
Fannst misskilningurinn fyndinn - „Aldrei rétt þegar ég er þjálfarinn"
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Þorvaldur Ingimundarson, starfsmaður KSÍ.
Þorvaldur Ingimundarson, starfsmaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er mjög sáttur við margt í þessum leik. Að klára þennan leik var lykilatriði. Við gerðum okkur grein fyrir því að það kæmi smá spennufall með því að vinna Þýskaland en mér fannst við höndla þetta með fagmennsku," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 0-1 útisigur gegn Póllandi í síðasta leiknum í undankeppni EM 2025.

Lestu um leikinn: Pólland 0 -  1 Ísland

„Þessi leikur skipti okkur alltaf máli. Við vorum að berjast fyrir því að vera sem hæst 'rönkuð' í öllu því sem við erum að gera. Það tókst bara í dag."

Ísland endar í öðru sæti í riðli sínum í undankeppninni en liðið náði í 13 stig í sex leikjum. Stelpurnar hefðu unnið riðilinn ef Þýskaland hefði ekki unnið Austurríki á sama tíma.

„VIð vorum ekkert að fylgjast með þeim leik. Við bjuggumst alltaf við því (að Þýskaland) myndi vinna og við vorum bara að einbeita okkur að okkur sjálfum. Þetta snerist bara um að vinna þennan leik og ef eitthvað gott myndi gerast í Þýskalandi, þá hefðum við tekið því fagnandi."

„Það eru góð lið sem enda í þriðja sæti í þessum riðlum. Þetta eru hörkulið sem við hefðum getað lent á móti í þessum umspili. Að losna við það er frábært. Það var markmiðið og það tókst. Við erum glöð með það."

Steini var spurður út í skemmtilegan misskilning hjá pólska sjónvarpsfólkinu í kvöld. Þau héldu að Þorvaldur Ingimundarson væri þjálfari Íslands og beindu ítrekað myndavélunum að honum.

„Ég held að hann hafi verið bara best klæddi maðurinn á bekknum. Þau héldu að best klæddi maðurinn væri þjálfarinn sem er aldrei rétt þegar ég er þjálfarinn," sagði Steini og brosti, en þarf hann að rífa sig í gang í klæðaburðinum?

„Greinilega. Maður þarf að vera í skyrtu, jakka og flottur. Það er gaman að þessu, mér fannst þetta mjög skemmtilegt. Hann var reyndar langt til hliðar og ég skildi alveg hvernig þau gátu ruglast á þessu. Þetta er bara frábært móment raunverulega."

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan þar sem Steini ræður um næstu mánuði hjá landsliðinu og EM næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner