Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
   þri 16. júlí 2024 21:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katowice
Fannst misskilningurinn fyndinn - „Aldrei rétt þegar ég er þjálfarinn"
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Þorvaldur Ingimundarson, starfsmaður KSÍ.
Þorvaldur Ingimundarson, starfsmaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er mjög sáttur við margt í þessum leik. Að klára þennan leik var lykilatriði. Við gerðum okkur grein fyrir því að það kæmi smá spennufall með því að vinna Þýskaland en mér fannst við höndla þetta með fagmennsku," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 0-1 útisigur gegn Póllandi í síðasta leiknum í undankeppni EM 2025.

Lestu um leikinn: Pólland 0 -  1 Ísland

„Þessi leikur skipti okkur alltaf máli. Við vorum að berjast fyrir því að vera sem hæst 'rönkuð' í öllu því sem við erum að gera. Það tókst bara í dag."

Ísland endar í öðru sæti í riðli sínum í undankeppninni en liðið náði í 13 stig í sex leikjum. Stelpurnar hefðu unnið riðilinn ef Þýskaland hefði ekki unnið Austurríki á sama tíma.

„VIð vorum ekkert að fylgjast með þeim leik. Við bjuggumst alltaf við því (að Þýskaland) myndi vinna og við vorum bara að einbeita okkur að okkur sjálfum. Þetta snerist bara um að vinna þennan leik og ef eitthvað gott myndi gerast í Þýskalandi, þá hefðum við tekið því fagnandi."

„Það eru góð lið sem enda í þriðja sæti í þessum riðlum. Þetta eru hörkulið sem við hefðum getað lent á móti í þessum umspili. Að losna við það er frábært. Það var markmiðið og það tókst. Við erum glöð með það."

Steini var spurður út í skemmtilegan misskilning hjá pólska sjónvarpsfólkinu í kvöld. Þau héldu að Þorvaldur Ingimundarson væri þjálfari Íslands og beindu ítrekað myndavélunum að honum.

„Ég held að hann hafi verið bara best klæddi maðurinn á bekknum. Þau héldu að best klæddi maðurinn væri þjálfarinn sem er aldrei rétt þegar ég er þjálfarinn," sagði Steini og brosti, en þarf hann að rífa sig í gang í klæðaburðinum?

„Greinilega. Maður þarf að vera í skyrtu, jakka og flottur. Það er gaman að þessu, mér fannst þetta mjög skemmtilegt. Hann var reyndar langt til hliðar og ég skildi alveg hvernig þau gátu ruglast á þessu. Þetta er bara frábært móment raunverulega."

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan þar sem Steini ræður um næstu mánuði hjá landsliðinu og EM næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner