Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   þri 16. júlí 2024 21:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katowice
Fannst misskilningurinn fyndinn - „Aldrei rétt þegar ég er þjálfarinn"
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Þorvaldur Ingimundarson, starfsmaður KSÍ.
Þorvaldur Ingimundarson, starfsmaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er mjög sáttur við margt í þessum leik. Að klára þennan leik var lykilatriði. Við gerðum okkur grein fyrir því að það kæmi smá spennufall með því að vinna Þýskaland en mér fannst við höndla þetta með fagmennsku," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 0-1 útisigur gegn Póllandi í síðasta leiknum í undankeppni EM 2025.

Lestu um leikinn: Pólland 0 -  1 Ísland

„Þessi leikur skipti okkur alltaf máli. Við vorum að berjast fyrir því að vera sem hæst 'rönkuð' í öllu því sem við erum að gera. Það tókst bara í dag."

Ísland endar í öðru sæti í riðli sínum í undankeppninni en liðið náði í 13 stig í sex leikjum. Stelpurnar hefðu unnið riðilinn ef Þýskaland hefði ekki unnið Austurríki á sama tíma.

„VIð vorum ekkert að fylgjast með þeim leik. Við bjuggumst alltaf við því (að Þýskaland) myndi vinna og við vorum bara að einbeita okkur að okkur sjálfum. Þetta snerist bara um að vinna þennan leik og ef eitthvað gott myndi gerast í Þýskalandi, þá hefðum við tekið því fagnandi."

„Það eru góð lið sem enda í þriðja sæti í þessum riðlum. Þetta eru hörkulið sem við hefðum getað lent á móti í þessum umspili. Að losna við það er frábært. Það var markmiðið og það tókst. Við erum glöð með það."

Steini var spurður út í skemmtilegan misskilning hjá pólska sjónvarpsfólkinu í kvöld. Þau héldu að Þorvaldur Ingimundarson væri þjálfari Íslands og beindu ítrekað myndavélunum að honum.

„Ég held að hann hafi verið bara best klæddi maðurinn á bekknum. Þau héldu að best klæddi maðurinn væri þjálfarinn sem er aldrei rétt þegar ég er þjálfarinn," sagði Steini og brosti, en þarf hann að rífa sig í gang í klæðaburðinum?

„Greinilega. Maður þarf að vera í skyrtu, jakka og flottur. Það er gaman að þessu, mér fannst þetta mjög skemmtilegt. Hann var reyndar langt til hliðar og ég skildi alveg hvernig þau gátu ruglast á þessu. Þetta er bara frábært móment raunverulega."

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan þar sem Steini ræður um næstu mánuði hjá landsliðinu og EM næsta sumar.
Athugasemdir
banner