„Það er gott að klára þennan sigur," sagði Guðrún Arnardóttir, varnarmaður Íslands, eftir 0-1 sigur gegn Póllandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.
„Mér fannst við geta skorað fleiri mörk. Ég sjálf, þetta mark hjá mér hlýtur að fara að koma. Heilt yfir fannst mér við betra liðið og við erum sáttar með þrjú stig, og sex stig í þessum glugga."
„Mér fannst við geta skorað fleiri mörk. Ég sjálf, þetta mark hjá mér hlýtur að fara að koma. Heilt yfir fannst mér við betra liðið og við erum sáttar með þrjú stig, og sex stig í þessum glugga."
Lestu um leikinn: Pólland 0 - 1 Ísland
Það var kafli í fyrri hálfleiknum þar sem Guðrún var hættulegasti sóknarmaður Íslands. Það styttist klárlega í landsliðsmark númer tvö en það síðasta kom á Kýpur 2021.
„Ég var svolítið svekkt að sjá ekki sláarskotið inni og skallinn sömuleiðis. Það er gaman að geta komið mér upp. Mér finnst ég vera að vaxa inn í sóknarhlutverkið í bakverðinum. Það er gaman ef maður fær séns og ég verð að fara að drullast til að skora."
Guðrún kom aftur inn í liðið í kvöld eftir að hafa byrjað á bekknum í sigrinum magnaða gegn Þýskalandi á föstudaginn.
„Ég er aldrei ánægð þegar ég er á bekknum og mig langar að vera inn á. Stelpurnar inn á vellinum gerðu þetta ótrúlega vel. En ég væri ekki í þessu ef ég vildi ekki vera inn á vellinum."
Guðrún er ánægð með undankeppnina en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir