Sky í Þýskalandi greinir frá því að Liverpool og Atlético Madrid séu að sýna Mohamed Simakan, miðverði RB Leipzig, mikinn áhuga.
Simakan er fjölhæfur miðvörður sem getur einnig spilað sem hægri bakvörður og kantur. Hann var í lykilhlutverki hjá Leipzig á síðustu leiktíð og tókst að skora þrjú mörk og gefa fjórar stoðsendingar í 42 leikjum.
Hann spilaði stærsta hluta leiktíðarinnar sem miðvörður og stóð sig vel, en skein skært sem bakvörður og vængbakvörður í lokaumferðunum.
Sky segir að Leipzig sé reiðubúið til að selja Simakan fyrir rétta upphæð, eða um 45 milljónir evra.
Simakan líður vel hjá Leipzig en er opinn fyrir að skipta um félag. Hann á þrjú ár eftir af samningi.
Athugasemdir