Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 16. ágúst 2019 14:08
Magnús Már Einarsson
Adrian bjartsýnn á að ná leiknum með Liverpool á morgun
Adrian er bjartsýnn á að spila á morgun.
Adrian er bjartsýnn á að spila á morgun.
Mynd: Getty Images
„Mér líður miklu betur í dag. Andlega er ég tilbúinn og ég vona að með meðhöndlun á ökklanum í dag verði þetta betra. Ég er mjög bjartsýnn á að spila á morgun," sagði spænski markvörðurinn Adrian í dag.

Adrian varði mark Liverpool í úrslitum Ofurbikarsins í fyrrakvöld og var hetja liðsins þegar hann varði vítaspyrnu Tammy Abraham.

Eftir leikinn meiddist Adrian þegar stuðningsmaður Liverpool kom hlaupandi inn á og rann á markvörðinn í fagnaðarlátum.

„Þetta var skrýtin staða því að við vorum að fagna saman þegar einn maður hoppaði af áhorfendasvæðinu og byrjaði að hlaupa. Ég held að hann hafi runnið fyrir framan okkur og öryggisverðirnir líka svo ég var tæklaður á hlið. Þetta var svolítið skrýtið," sagði Adrian.

Adrian er bjartsýnn á að spila á morgun en ef hann verður ekki leikfær mun hinn 35 ára gamli Andy Lonergan spila sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni.
Sjá einnig:
Hver er 35 ára markvörðurinn sem gæti spilað með Liverpool?
Stuðningsmaður meiddi Adrian - Ekki með Liverpool á morgun?
Athugasemdir
banner
banner
banner