KR heimsóttu HK í Kórnum þegar 17.umferð Pepsi Max deildar karla hélt áfram nú í kvöld. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið en KR eru í hörku baráttu um evrópusæti.
Eftir erfiða byrjun þar sem KR lenti manni færri voru það þó KR sem skoruðu eina mark leiksins og fóru með sigur af hólmi.
Eftir erfiða byrjun þar sem KR lenti manni færri voru það þó KR sem skoruðu eina mark leiksins og fóru með sigur af hólmi.
Lestu um leikinn: HK 0 - 1 KR
„Það er bara geggjað að vinna og hefur gengið erfiðlega með HK undanfarið. Vorum 1-0 yfir í fyrra þar til á 89.mínútu og misstum leikinn niður í jafntefli sem kostaði okkur Evrópusæti." Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir leikinn.
KR enduðu manni færri þegar 11.mínútur voru á klukkunni en Arnþór Ingi Kristinsson fékk að líta sitt annað gula spjald og undir lok hálfleiks fékk bekkurinn hjá KR rautt.
„Ég ætla ekkert að tjá mig um það. Auðvitað verður maður alltaf fúll og sár þegar leikmaður er komin með 2 gul eftir 5 mínútur."
„Þetta er eitthvað sem maður vill sjá í hverri einustu viku þegar við spilum og hverjum einasta leik." Sagði Rúnar Kristinsson stoltur af sínum mönnum
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir