Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 16. ágúst 2022 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samband Neymar og Mbappe sagt vera í molum
Kylian Mbappe og Neymar.
Kylian Mbappe og Neymar.
Mynd: EPA
Bara pláss fyrir eitt risastórt egó.
Bara pláss fyrir eitt risastórt egó.
Mynd: EPA
Neymar hefur farið á kostum með Paris Saint-Germain í upphafi þessa tímabils.

Neymar er dýrasti leikmaður sögunnar en PSG keypti hann fyrir 220 milljónir evra árið 2017. Neymar hefur ekki alveg staðist væntingarnar í ljósi þess að félagið hefur ekki unnið Meistaradeildina frá því hann kom. Hann er búinn að vera mikið meiddur og ekki staðið undir þessum rosalega verðmiða.

Í upphafi þessa tímabils hefur hann litið út eins og leikmaðurinn sem PSG borgaði 220 milljónir evra fyrir.

En það eru ekki allir ánægðir með hann.

Mbappe ákvað fyrr í sumar að segja 'takk, en nei takk' við Real Madrid og framlengja við PSG.

Hann mun gegna risastóru hlutverki bæði innan sem utan vallar hjá PSG, en talið er að hann þéni eitthvað í kringum 100 milljónir evra í árslaun og þá fær hann 300 milljónir evra fyrir að skrifa undir samninginn.

Það hefur líka verið talað um að Mbappe muni fá völd utan vallar líka en hann fær að koma að ákvörðunum um leikmannakaup og hver tekur við sem nýr yfirmaður knattspyrnumála. Þá kemur hann líka að því hver tekur við sem þjálfari. Eins konar LeBron James fótboltans.

Það eru háværar sögur um það að samband Neymar og Mbappe sé ekki gott. Þeir urðu fljótt vinir þegar Mbappe kom til félagsins árið 2017, en á síðustu sex mánuðum hefur samband þeirra orðið að engu.

Það er talað um það í frönskum fjölmiðlum að Mbappe sé farinn að líta mjög stórt á sig. Hann telur að það sé bara pláss fyrir annað hvort Neymar eða Lionel Messi, en ekki þá báða. Hann er búinn að læra af Neymar síðustu árin og vill núna læra af Messi.

Mbappe vill losna við brasilísku ofurstjörnuna úr liðinu svo hann geti verið kóngurinn. Það virðist bara vera pláss í París fyrir eitt risastórt egó.

Sjá einnig:
Neymar líkar við færslu sem talar gegn Mbappe
Mbappe fær að heyra það eftir leik PSG í gær
Athugasemdir
banner
banner
banner