þri 16. ágúst 2022 17:10
Ívan Guðjón Baldursson
U17 tapaði í Ungverjalandi
Mynd: KSÍ

Strákarnir í U17 landsliðinu heimsóttu Ungverjaland á æfingamóti í dag og töpuðu 4-2. Króatía og Tyrkland eru einnig með á mótinu.


Daníel Tristan Guðjohnsen og Kjartan Már Kjartansson skoruðu mörk Íslands.

Ungverjar tóku forystuna snemma leiks en Ísland jafnaði á þrettándu mínútu eftir virkilega flotta sókn.

Ungverjar skoruðu tvö mörk með stuttu millibili áður en Ísland minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu á 34. mínútu.

Staðan hélst 3-2 þar til á lokakaflanum þegar Ungverjarnir innsigluðu sigurinn með fjórða marki sínu.

Hægt er að sjá leikinn í heild sinni hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner