Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mið 16. ágúst 2023 20:51
Hákon Dagur Guðjónsson
Maggi: Hefði viljað spila 20 mínútum lengur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Fyrir leik vildi ég koma hingað og vinna en ef þú hefðir boðið mér stig í hálfleik þá hefði ég tekið því miðað við stöðuna sem var þá. Fyrri hálfleikurinn var alls ekki góður," sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir 2 - 2 jafntefli við Vestra á Ísafirði í dag.


Lestu um leikinn: Vestri 2 -  2 Afturelding

„Ég er gríðarlega ánægður með karakterinn og liðsheildina hjá strákunum að snúa þessu við. Það var mikil trú í hópnum allan tímann að við myndum ná að snúa þessu við. Mér fannst eitt lið á vellinum allan síðari hálfleikinn og þetta verðskuldað að ná að jafna þennan leik. Vestri voru mjög öflugir varnarlega en við náðum að finna moment til að komast í gegnum þá og skora. Ég er gríðarlega ánægður með strákana og karakterinn í þeim í dag."

Staðan 2 - 0 í hálfleik fyrir Vestra og menn gerðu sig tilbúna til að spyrja Magga hvort það væri krísa með 2 stig úr fjórum leikjum, en má segja að seinni hálfleikurinn hafi bjargað þeim.

„Allir leikirnir eru erfiðir í þessari deild og við vissum alveg að það yrði erfitt að koma hingað. Fyrri hálfleikurinn var ekki boðlegur hjá okkur og við vissum það alveg. Þeir tóku sig bara saman í andlitinu og það var allt annað að sjá taktinn hjá okkur í seinni hálfleik. Þetta var eins og svart og hvítt fyrri og seinni. Ég hefði viljað spila aðeins lengur, bara ef það væru flóðljós hérna, spila 20 mínútur í viðbót því við vorum miklu betri og ef eitthvað lið átti að skora sigurmarkið vorum við líklegri fannst mér."

Nánar er rætt við Magga í spilaranum að ofan. Hann segir mikilvægt að vinna síðustu fimm leikina til að komast upp og telur liðið geta gert það. Það skipti þá engu máli hvað aðrir gera.


Athugasemdir
banner
banner