Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 16. september 2019 13:00
Elvar Geir Magnússon
Gagnrýnir það hvernig Englendingar nota VAR
Roberto Rosetti.
Roberto Rosetti.
Mynd: Getty Images
Roberto Rosetti, yfirmaður dómaramála hjá UEFA, gagnrýnir það hvernig VAR myndbandsdómgæslan er notuð í ensku úrvalsdeildinni.

VAR er mikið í umræðunni á Englandi en fyrir helgi var viðurkennt að fern stór mistök hafi verið gerð gegnum VAR á þessu tímabili.

Enskir aðaldómarar hafa ekkert notað þá skjái sem eru á völlunum til að skoða atvik aftur. Í staðinn hafa þeir treyst á það sem VAR dómarinn sem er staðsettur í rými í vesturhluta London sér.

Rosetti, sem sér um dómara í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni, er ósammála þessari nálgun.

„Við teljum að dómararnir þurfi að vera miðpunkturinn í ákvarðanatökunum, ekki VAR. Ég var dómari í 27 ár. Ég vil vera sá sem ræður ákvörðunum inni á vellinum. Ég vil þá sjá atvikin með eigin augum og svo er hægt að halda leik áfram," segir Rosetti.

„Ég get þá útskýrt fyrir leikmönnum hvað gerðist. Ég vil að dómararnir sjálfir taki ákvarðanirnar. Ég skil að við þurfum að vinna í því að bæta framkvæmdina og minnka tímann sem VAR tekur en forgangsatriði er að taka réttar ákvarðanir."

„Ég vil að dómari horfi á atvikin með eigin augum í staðinn fyrir að einhver utanaðkomandi sem er jafnvel staddur í annarri borg taki ákvarðanir."
Athugasemdir
banner
banner
banner