Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. september 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Gunnar Nielsen og fleiri Færeyingar fengu matareitrun á Spáni
Gunnar Nielsen í leik með FH.
Gunnar Nielsen í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Nielsen var ekki í leikmannahópi FH þegar liðið tapaði gegn Víkingi R. í úrslitum Mjólkurbikarsins um helgina.

Gunnar varði mark Færeyinga í 4-0 tapi gegn Spáni í undankeppni EM í síðustu viku. Gunnar og fjórir aðrir liðsfélagar hans urðu hins vegar fyrir matareitrun á Spán.

„Ég er búinn að vera veikur. Við vorum fimm leikmenn sem fengu matareitrun. Ég var ekki búinn að æfa alla vikuna fyrir bikarleikinn en ég fór á æfinguna í dag," sagði Gunnar við Fótbolta.net í dag.

Gunnar ætti því að vera klár þegar FH mætir ÍBV í 20. umferð Pepsi Max-deildarinnar á miðvikudaginn.

Klæmint Olsen, framherji NSI Runavík, fór verst út úr matareitruninni en hann leitaði á sjúkrahús á miðvikudag.

„Hann fór til læknis og var sendur á spítala í fleiri prófanir. Hann bíður ennþá eftir svörum úr því," sagði Gunnar.

Gunnar handleggsbrotnaði í maí og hefur ekki náð að endurheimta stöðu sína í marki FH síðan hann sneri aftur en Daði Freyr Arnarsson hefur staðið vaktina í marki liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner