Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. september 2020 20:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evrópudeildin: B36 jafnaði á 122. mínútu - Áfram eftir vítaspyrnukeppni
Leikið var í Gundadal, á Þórsvelli í Færeyjum
Leikið var í Gundadal, á Þórsvelli í Færeyjum
Mynd: Tórsvøllur
*B36 Torshavn 2 - 2 TNS
1-0 Michal Przybylski ('47 )
1-1 Leo Smith ('81 )
1-2 Dean Ebbe ('112 )
2-2 Stefan Radosavljevic ('120+2)
Vítaspyrnukeppni: 5-4

Færeyska liðið B36, sem lenti í öðru sæti færeysku deildarinnar á síðustu leiktíð, tók á móti velska liðinu TNS í forkeppni Evrópudeildarinnar. Sigra þarf í þessari umferð og í næstu tveimur til að komast í riðlakeppnina.

B36 komst yfir á 47. mínútu með marki frá pólska miðjumanninum Michal Przybylski en Leo Smith jafnaði fyrir gestina þegar innan við tíu mínútur voru eftir að venjulegum leiktíma. Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og því var gripið til framlengingar.

Þar skoruðu gestirnir fyrra markið, Dean Ebbe skoraði á 112. mínútu. Heimamenn gáfust ekki upp og náu að jafna og knýja þar með fram vítaspyrnukeppni. Jöfnunarmarkið kom á 2. mínútu uppbótartíma framlengingarinnar. Í vítaspyrnukeppninni voru það markaskorarnir Ebbe og Michel sem klúðruðu í 4. og 5. umferð keppninnar og því var gripið til bráðabana. Í bráðabana skoruðu heimamenn en gestirnir klikkuðu og færeyska liðið því komið áfram.

B36 mætir annað hvot BATE eða CSKA Sofia í næstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner