Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. september 2020 13:51
Magnús Már Einarsson
Rúnar Alex í hóp um helgina? - Macey gæti farið
Rúnar Alex Rúnarsson
Rúnar Alex Rúnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sky Sports sagði frá því í dag að Arsenal vilji kaupa íslenska markvörðinn Rúnar Alex Rúnarsson sem fyrst frá Dijon í Frakklandi.

Rúnar gæti farið beint inn í leikmannahóp Arsenal gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn en til að ná því þarf að ganga frá félagaskiptum fyrir hádegi á föstudag.

Arsenal seldi í dag markvörðinn Emiliano Martinez til Aston Villa á tuttugu milljónir punda en Rúnar Alex á að fylla hans skarð.

Matt Macey var varamarkvörður Arsenal gegn Fulham um síðustu helgi en hann er sagður vera að íhuga framtíð sína hjá félaginu.

Macey er 26 ára gamall og hefur verið lengi hjá Arsenal en hann hefur áður farið á lán í ensku C og D-deildina.

Hinn 25 ára gamli Rúnar Alex hefur verið á mála hjá Dijon undanfarin tvö tímabil en hann lék áður með Nordsjælland í Danmörku. Hjá Nordsjælland var markmannsþjálfari hans Inaki Cana sem er í dag markmannsþjálfari Arsenal.

Sjá einnig:
„Topp fimm félagaskipti hjá íslenskum leikmanni í sögunni"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner